Stjórnarandstaðan á Alþingi byrsti sig á þingsetningarfundi

Alþingi var sett í dag og hófust átök stjórnar og …
Alþingi var sett í dag og hófust átök stjórnar og stjórnarandstöðu þegar í upphafi þingsetningarfundar. mbl.is/Sverrir

Stjórnarandstaðan á Alþingi minnti á sig á þingsetningarfundinum í dag þegar greiða átti atkvæði um afbrigði frá þingsköpum áður en kosið yrði í fastanefndir þingsins en stjórnarmeirihlutinn vill fresta kjöri í nefndir, sem til stendur að breyta með sérstökum lögum. Afbrigðin voru á endanum samþykkt.

Breyta þarf lögum um þingsköp Alþingis áður en hægt verður að kjósa formlega í efnahags- og skattanefnda, viðskiptanefnd og landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd. Samkvæmt gildandi þingskaparlögum er gert ráð fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd en gert er ráð fyrir að breytingar á þingskaparlögum taki gildi um áramótin.

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna gerðu athugasemdir við þetta og sögðust ekki geta fallist á að veita afbrigði. Spurðu þeir m.a. hvað ætti að gera við mál, sem tengdust þeim nefndum sem ekki yrðu starfandi. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lýsti því m.a. yfir að hann óskaði eftir fundi í sjávarútvegsnefnd án tafar.

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ákvörðun stjórnarflokkanna að leggja fram frumvarp um breytingu á þingsköpum og búið væri að samþykkja það frumvarp í þingflokki sjálfstæðisflokks. Gífuryrði um málið kæmu verulega á óvart.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks, sagði að þetta væri ógæfulegur þingsetningardagur þegar stjórnarflokkarnir væru strax byrjaðir að sýna vald sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert