Vilja að Ísland viðurkenni heimastjórn Palestínumanna

Palestínumenn í Gasaborg.
Palestínumenn í Gasaborg. Reuters

Steingrímur J. Sigfússon og aðrir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórnin viðurkenni réttkjörna ríkisstjórn á heimastjórnarsvæði Palestínu og taki upp við hana eðlileg samskipti. Jafnframt beiti hún sér á alþjóðavettvangi fyrir því að önnur ríki geri slíkt hið sama.

Í greinargerð með tillögunni segir, að þrátt fyrir erfiðar aðstæður og mikla spennu í samskiptum höfuðfylkinga Palestínumanna, Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar, hafi þó tekist þar samkomulag um myndun þjóðstjórnar og sé það framlag Palestínumanna til þess að reyna að öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og fá lífsnauðsynlega aðstoð og stuðning til að lina þjáningar og skort íbúa Palestínu.

Í kjölfar þessa hafi norska ríkisstjórnin riðið á vaðið, viðurkennt ríkisstjórn Palestínu og lýst því yfir að hún hygðist taka upp við hana eðlileg samskipti.

Þingsályktunartillagan gangi út á að Ísland fylgi í kjölfar Noregs og taki jafnframt upp baráttu fyrir því á alþjóðavettvangi að tekin verði upp eðlileg samskipti við réttkjörin stjórnvöld í Palestínu.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert