Allt að tuttugu stiga hiti á Norðurlandi í dag

Veðurstofan spáir austan 13-20 m/s sunnantil á landinu í dag en annars hægari vindi og rigningu um landið sunnanvert. Þurrt verður hins vegar norðanlands. Þá er gert ráð fyrir að lægir talsvert síðdegis. Á morgun verður suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum eða súld sunnantil en yfirleitt þurrt norðan- og austantil. Hiti verður víða 9 til 16 stig en allt að 20 stig á Norðurlandi síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert