Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró

Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna.

Aðalfundur samtakanna, sem haldinn var 29. maí, samþykkti þessa áskorun til ráðherrans. Árni Finnson, formaður samtakanna, segir að ástandsskýrsla Hafró sé „mjög alvarlegur dómur yfir fiskveiðistjórnunarkerfi sem ráðamenn kalla hið besta í heimi. Sömuleiðis er þetta mjög harður dómur yfir ráðamönnum sem um tveggja áratuga skeið hafa ráðist á umhverfisverndarsamtök fyrir þá sök að þau hafa mótmælt rányrkju á fiskstofnum hvarvetna í heiminum. Nú verðum við að hvetja til ýtrustu varfærni. Við verðum að benda á að um árabil hefur sjávarútvegsráðherra ekki farið að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar.“

Frétt Náttúruverndarsamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert