Greitt fyrir óskir með korti

Kafað í Peningagjá.
Kafað í Peningagjá.

Sú hefð að kasta peningum í Flosagjá, eða Peningagjá eins og hún er oftast nefnd, á sér langa sögu. Sagt er að Friðrik 8. Danakonungur hafi fyrstur hent smápeningi í gjána þegar hann heimsótti Þingvelli árið 1907. Fjöldi ferðamanna hefur síðan leikið þetta eftir og kastað smápeningum í gjána um leið og þeir hafa óskað sér.

Með tímanum virðist greiðslumáti ferðafólks hins vegar hafa breyst, því nýverið köfuðu starfsmenn Þingvallaþjóðgarðs í Peningagjá til þess að hreinsa þaðan rusl og fundu þá sjö greiðslukort, bæði íslensk og erlend. Að sögn Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa Þingvallaþjóðgarðs, voru sum kortanna enn í gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert