Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Flugvöllurinn í Vatnsmýri er deilumál sem klýfur flokka.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri er deilumál sem klýfur flokka. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði að það þyrfti að fara betur yfir skýrslu um staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins sagði hann að hann vildi hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Flokksbróðir hans, oddviti Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson er á öðru máli og sagði hann að það kosti borgina tugi milljarða að flytja flugvöllinn ekki.

Dagur sagði jafnframt að menn litu framhjá þeim sóknarfærum í samgöngumálum fyrir landið í heild sinni sem myndu skapast við flutninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert