Hjallastefnan tekur við rekstri leikskólans Laufásborgar

Góðir vinir á leikskólanum Laufásborg
Góðir vinir á leikskólanum Laufásborg mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Hjallastefnuna ehf. um að hún taki við rekstri leikskólans Laufásborgar. Samningur þar að lútandi var samþykktur af Leikskólaráði miðvikudaginn 6. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Hjallaskóli tekur til starfa í Reykjavík.

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar mun samkvæmt þjónustusamningi greiða Hjallastefnunni rekstrarstyrk vegna reykvískra barna frá 18 mánaða aldri. Kveðið er á um að gjaldskrá leikskólans skuli vera sem sambærilegust gjaldskrá Leikskólasviðs og aldrei hærri en sem nemur 15%, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert