„Þakka fyrir að vera á lífi"

Þráinn Arnar Þráinsson
Þráinn Arnar Þráinsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

„ÉG má þakka fyrir að vera á lífi," segir Þráinn Arnar Þráinsson flugmaður, sem slapp heill á húfi eftir að hafa neyðst til að nauðlenda Cessna 152-vél sinni á þýfðu túni á Daytona-strönd í Flórída sl. miðvikudag. Þráinn hefur dvalist í Bandaríkjunum síðustu vikur til þess að safna sér flugtímum, en hann útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Oxford aviation training nú í vor.

Spurður um atvikið segist Þráinn hafa verið á heimleið.

"Samkvæmt öllu hefði ég átt að hafa flugþol til að komast til baka og báðir mælar sýndu að ég hefði nægt bensín, en skyndilega byrjaði vélin að hiksta og ég fór að missa hæð. Ég hafði samband við Daytona-aðflug því ég sá ekki fram á að ná á neinn flugvöll í tíma. Þeir bentu mér á nærliggjandi tún, þar sem ég lenti," segir Þráinn, sem slapp án skrámu auk þess sem ekki sér á flugvélinni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert