Telur gagnrýni Einars Odds ekki trúverðuga

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen mbl.is/Kristinn
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir gagnrýni flokksbróður síns, Einars Odds Kristjánssonar, á kvótakerfið ekki trúverðuga. Einar Oddur hafi alla tíð unnið að því að bora göt á kvótakerfið. Þetta hafi átt sinn þátt í því að lengi hafi verið veitt meira af þorski en Hafrannsóknastofnun taldi ráðlegt.

Einar Oddur sagði í Morgunblaðinu í gær að menn hlytu að vera blindir og heyrnarlausir ef þeir sæju ekki að mistekist hefði að byggja upp þorskstofninn. Þess vegna þyrftu menn að vera opnir fyrir því að endurskoða allt frá grunni, þ.e. kvótakerfið, rannsóknir og veiðiráðgjöf.

„Ein aðalástæðan fyrir þessum frávikum [frá tillögum Hafró og raunverulegri veiði] er sú að það voru menn allan tímann að bora göt í kvótakerfið með því að berjast fyrir alls konar daga- og sóknarkerfum við hliðina á kvótakerfinu. Einn af höfuðsmönnum þessa hers er Einar Oddur Kristjánsson. Það er ekki mjög trúverðugur málflutningur þegar þeir sem hafa verið að bora göt í kerfið koma og segja að kerfið sé ekki að virka," segir Árni um gagnrýni Einars Odds.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert