Fordæma hraðakstur

Forsvarsmenn bifhjólasamtaka samþykktu í dag ályktun þar sem fordæmdur er hraðakstur og kappakstur bifhjólamanna í almennri umferð. Eru félagsmenn bifhjólasamtakanna hvattir til að uppræta slíka iðju og sýna gott fordæmi í þeim efnum.

Ályktunin var samþykkt á fundi, sem forsvarsmenn bifhjólasamtaka áttu í dag með fulltrúum Umferðarstofu og lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna alvarlegra bifhjólaslysa og umferðalagabrota, sem einstaka bifhjólamanna hafa verið staðnir að undanfarið.

Í ályktuninni hvetja félögin til þess að sveitarfélög og aðrir hlutaðeigandi aðilar vinni að uppbyggingu viðeigandi akstursíþróttasvæða og áformum þar um sé hraðað eins og kostur er.

Undir ályktunina skrifuðu Dúllarar, Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja, Goldwing Road Riders, Harley Davidson Club Iceland, HSL, Iþróttafélagið öruggur hraði, Postular, Raftar Borgarbyggð, Ruddar, Road Race deild AÍH og Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert