Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðra staðsetningu álvers

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík mbl.is/Ómar

Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðra staðsetningu álvers á Íslandi en fyrirtækið stefni að því að vera áfram með starfsemi á Íslandi og þá væntanlega á tveimur stöðum, í Straumsvík og á öðrum stað á landinu þar sem útlit sé fyrir að ekki sé hægt að stækka álverið í Straumsvík. Jaques útilokar þó ekki byggingu á landfyllingu en hugmyndin að stækkun á landfyllingu kom frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði, að sögn Jaques, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

Jaques segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun hvað varðar byggingu álvers í Þorlákshöfn eða Vogum en það verði skoðað af verkfræðingum Alcan úti.

Jaques segist vera nokkuð bjartsýnn á að Landsvirkjun muni framlengja viljayfirlýsingu sem var gerð í fyrra um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Að öðru óbreyttu fellur hún úr gildi þann 30. júní nk.

Forstjóri Alcan er bjartsýnn á að Alcan geti haldið lengur úti starfsemi í Straumsvík heldur en til ársins 2014 með því að nútímavæða álverið í Straumsvík.

Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group
Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert