Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík

Þorri foreldra leikskólabarna í Reykjavík, 93%, er mjög eða frekar ánægður með þjónustu leikskólanna og 97% foreldra telja sýnt að barninu þeirra líði þar vel. Þetta kemur fram í nýrri könnun meðal foreldra sem gerð var á vegum Leikskólasviðs og kynnt í leikskólaráði í vikunni.

Mikil ánægja var líka með foreldraviðtöl (92%) og 93% foreldra töldu leikskólann koma vel til móts við vitsmunaþroska barnsins í faglegu starfi.

Þá kom fram í könnuninni að 9 af hverjum 10 foreldrum sem eiga barn sem fær sérþjónustu í leikskóla, s.s. vegna fötlunar, ofnæmis, tungumáls, þroskafrávika eða hegðuanrerfiðleika, eru ánægð með þá þjónustu.

Helst töldu foreldrar leikskólabarna að bæta mætti upplýsingamiðlun, s.s. á heimasíðum, og kynningu á nýju starfsfólki í leikskólanum. Alls tók 3141 foreldri þátt í könnuninni sem eru um 64% allra foreldra leikskólabarna í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert