Verslun fyrir stafræn heimili

Úr versluninni Sense.
Úr versluninni Sense.

Sense, ný verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl, hefur verið opnuð í Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Verslunin er í eigu Nýherja og býður einstaklingum vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili.

Í tilkynningu frá Nýherja segir, að í versluninni sé fjölbreytt úrval mynd- og hljóðlausna fyrir nútímaheimili auk nýjustu tækni í miðstýringu ýmissa heimiliskerfa. Meðal annars er þar að finna Crestron-stjórnkerfi, sem stýrir stafrænu heimili. Með mjög einföldu stjórntæki megi stýra öllum mögulegum tækjum og kerfum sem tengjast rafmagni, svo sem lýsingu, hita, hljóð- og myndbúnaði, öryggiskerfi, heitum pottum, myndavélum, dyrum og gluggatjöldum, svo eitthvað sé nefnt. Allt viðmót er á íslensku og sérhannað eftir þörfum hvers viðskiptavinar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert