Einkadansinn líður undir lok

Frá og með 1. júlí næstkomandi verður einkadans bannaður á skemmtistöðum. Hvorki verður heimilt að bjóða upp á nektarsýningar á skemmti- og veitingastöðum né með öðrum hætti gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem þar eru. Í undantekningartilvikum er nektardans í atvinnuskyni leyfilegur á veitingastað að fengnum jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, byggingarfulltrúa og lögreglu. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins

Ef undanþága til nektardanssýninga verður veitt, verður dansara óheimilt að fara um meðal gesta og áhorfenda og hverskonar einkasýningar verða bannaðar. Af þessu má skilja að það verði með öllu óheimilt að sýna einkadans frá byrjun júlí. Að mati Atla Gíslasonar, lögmanns og þingmanns Vinstri grænna, verður ríkið ekki skaðabótaskylt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert