Ráðherra hvetur fólk til að taka þátt í göngu gegn slysum

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sent frá sér tilkynningu þar sme hann hvetur fólk til að taka þátt í göngu gegn alvarlegum umferðarslysum síðdegis í dag.

Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór fagni frumkvæði hjúkrunarfræðinganna þriggja, Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur, sem hafa skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysumm sem hefst í dag kl. 17 við Landspítalann á Hringbraut.

Á sama tíma og gangan er í Reykjavík hefur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi efnt til göngu gegn umferðarslysum á Selfossi til að sýna samstöðu með hjúkrunarfræðingum á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Guðlaugur Þór segist fagna því framtaki líka og hvetur Sunnlendinga til að taka þátt í göngunni þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert