Skrifborðsæfing vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs fyrirhuguð

Á stefnuskrá er að hafa skrifborðsæfingu í haust til að fara yfir boðskipti og ákvarðanatökur við stjórnun í heimsfaraldri inflúensu. Almannvarnadeild ríkislögreglustjóra segir, að vinnu við áætlun vegna heimsfaraldurs miði ágætlega. Búið sé að gera stöðuskýrslu vegna þessa verkefnis og þar kemur meðal annars fram að áhættumat vegna inflúensunnar er óbreytt og staðan í heiminum hefur ekki batnað.

Vinnuhópar sem skipaðir voru á síðasta ári hafa allir skilað fyrstu drögum að áætlun og vinna er hafin við að samræma niðurstöður í eina áætlun.

Almannavarnadeild segir, að í bígerð sé að mynda tvo nýja vinnuhópa, einn með utanríkisráðuneytinu sem hafi það hlutverk að skoða alþjóðamál og alþjóðasamskipti og annan skipaðan af dómurum til að fara yfir lögfræðileg álitaefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert