Það er slæmt að horfa á góðan bíl brenna

Baldur Róbertsson við leifarnar af Pontiacnum sem brann.
Baldur Róbertsson við leifarnar af Pontiacnum sem brann. Sigurður Jónsson
Eftir Sigurð Jónsson

„Þetta var reglulega góð drossía sem var klárað að gera upp í fyrra, fullkláruð og í toppstandi. Það var mjög slæmt og erfitt að horfa á bílinn brenna inni í húsinu," sagði Baldur Róbertsson, bílaáhugamaður og einn eigenda bíla- og sprautuverkstæðisins Bílsins, en hann átti annan bílinn sem eyðilagðist í brunanum 16. júní, Pontiac Catalina, árgerð 1970.

"Maður trúir því ekki hvað eldur er fljótur þegar maður horfir á hann éta upp svona stað. En þetta er bara járn og mestu skiptir að enginn meiddist í þessum bruna. Það var starfsmaður þarna inni skömmu áður en eldurinn braust út. En bíllinn var búinn að vera þarna inni í tvo tíma. Ég ætlaði með hann í þrif fyrir fornbílasýninguna á þjóðhátíðardaginn," sagði Baldur en bíllinn bar númerið X-1. "Það númer fer á annan bíl, Bronco 1966, sem hefur verið lengi hér á Selfossi, var lengst af í eigu Jóns Sveinbergssonar mjólkurbílstjóra," sagði Baldur sem viðurkennir að hann hafi brennandi áhuga á ökutækjum og mótorhjólum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert