Uppáhalds æfingin er Hausverkur

Hausverkur er í uppáhaldi hjá nýkrýndum Íslandsmeistara í listflugi, Sigurði Ásgeirssyni, þyrluflugstjóra hjá Landhelgisgæslunni. Þar að auki nýtur hann sýn í bakfallslykkjum og snúningi.

Hausverkurinn er listflugsæfing sem tékkneskur listflugmaður flaug fyrstur, og Sigurður segir þá æfingu „skemmtilega brjálaða.“

Listflugið flýgur Sigurður á einshreyfils tvíþekju af gerðinni Pitts Special, sem Björn Thoroddsen listflugmaður setti saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert