Börn undir 8 ára verða að vera í fylgd með ábyrgðarmanni í sundi

Samkvæmt reglum um öryggi í sundlaugum, sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 1999, er börnum undir átta ára aldri óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum ábyrgðarmanni 14 ára eða eldri. Ábyrgðamaður ber ábyrgð á þeim börnum sem hann er með í sundi og á að fylgjast með þeim.

Ósynd börn eiga alltaf að hafa armkúta, líka í vaðlaugum, og ábyrgðamenn mega ekki missa þau úr augsýn. Jafnframt er laugarvörðum skylt að fylgjast með ósyndum börnum, sem og öðrum sundlaugargestum.

Tíð slys hafa orðið á sundstöðum að undanförnu og í tilefni af því hvetur Slysavarnafélagið Landsbjörg fólk sem fer með börn í sund, foreldra, forráðamenn og aðra, til að fylgjast vel með börnum meðan á sundferðinni stendur og forráðamenn sundlauga að vera með öryggisatriði sín á hreinu.

Jafnframt hvetur félagið alla til að huga vel að sér og sínum þegar verið er í námunda við ár, vötn og sjó því eins og dæmin sýna er drukknun hljóðlát og gerir ekki boð á undan sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert