Sigurrós kjörin forseti bæjarstjórnar Kópavogs

Sigurrós Þorgrímsdóttir var í gær kjörin forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Hún tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, sem tók sæti á Alþingi við nýliðnar alþingiskosningar og óskaði ekki eftir endurkjöri sem forseti af þeirri ástæðu.

Sigurrós Þorgrímsdóttir er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 1998. Hún var formaður leikskólanefndar frá stofnun hennar til ársins 2002 og var í stjórn SORPU frá 1998-2006. Frá árinu 2002 hefur Sigurrós verið formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs.

Sigurrós var fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003 og þingmaður frá 2005 fram til síðustu alþingiskosninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert