Grand Princess á Akureyri

Grand Princess á Akureyri í morgun.
Grand Princess á Akureyri í morgun. mbl.is/SKapti

Stærsta skemmtiferðaskip sem kemur til landsins í ár er nú á Akureyri í blíðskaparveðri. Skipið heitir Grand Princess og farþegar eru um 3.100 og starfsmenn um 1.100. talsins.

Skipið kom til Akureyrar í morgun en fer síðdegis til Reykjavíkur og er væntanlegt þangað í fyrramálið. Ferðin hófst í Southampton, þaðan var farið til Noregs síðan til Íslands og svo verður haldið til Southampton á ný.

Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem hefur nokkru sinni komið til Íslands, alls 108.806 brúttólestir (23. stærsta í heiminum), 290 metra langt og ristir 8 metra. . Skipið er í eigu Princess Cruises, sem er dótturfélag Carnival Cruises sem er stærsta skemmtiferðaskipafélag í heimi. Skipið var tekið í notkun 1998.

Grand Princess mun leggjast upp að Skarfabakka í Sundahöfn kl. 08:00 í fyrramálið og sigla kl. 17:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert