Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp

Eini slökkvibílinn á Kirkjubæjarklaustri bræddi úr sér þegar hann var á leiðinni til að slökkva eld í mosa í Skaftárhreppi í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, er bíllinn frá tímum síðari heimsstyrjaldar og er talið að ekki verði gert við hann. Von er á yngri en notaðri bifreið frá öðru slökkviliði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert