Fáfnismenn lausir úr gæsluvarðhaldi

Tveir félagar í bifhjólaklúbbnum Fáfni hafa verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins en þeir voru á fimmtudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til í dag fyrir að ráðast á mann og misþyrma honum. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir mönnunum til ágústloka en við því urðu dómstólar ekki.

Lögreglan var kölluð í húsnæði Fáfnis á miðvikudag og handtók 10 menn sem þar voru og færði til yfirheyrslu. Skömmu síðar gaf maður sig á tal við lögreglu og sagðist hafa komið í húsnæði bifhjólaklúbbsins í þeim tilgangi að skila fatnaði þar sem hann hafi ætlað að hætta sem meðlimur í Fáfni. Stuttu seinna hafi svo tveir menn lamið sig og sparkað ítrekað í sig og m.a. lamið sig með skiptilykli og röri. Þessi árás hafi staðið yfir þegar lögreglan kom á vettvang.

Mennirnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald, eru grunaðir um meiriháttar líkamsárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert