Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag

Hrefna komin um borð í hrefnuveiðarbát.
Hrefna komin um borð í hrefnuveiðarbát.

Hrefnuveiðibáturinn Njörður frá Kópavogi heldur aftur út á veiðar í dag til þess að anna eftirspurn eftir hrefnukjöti á innanlandsmarkaði. 28 dýr eru eftir af 30 dýra atvinnuveiðakvóta, sem fyrnist nú 1. september og gerir framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. ráð fyrir að veiða um 10 til 15 dýr í sumar.

„Við gerum ekki ráð fyrir að fullnýta kvótann, enda veiðum við bara fyrir innanlandsmarkað. Við veiðum 10 til 15 dýr núna og síðan verða veidd 6 dýr í vísindaskyni um mánaðarmót ágúst og september. Það dugir markaðnum fram á næsta sumar,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf.

Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ehf. hafa undirbúið sölu hvalkjöts til Japans og þeir séu komnir með vilyrði fyrir sölu á 300 til 400 dýrum. Ef sala Hvals hf. á langreyðum á Japansmarkaði gengur eftir gerir Gunnar ráð fyrir því að hrefnuveiðimenn fái kvóta á næsta ári til að selja á erlendum markaði.

„Við gerum ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherra veiti áframhaldandi kvóta til veiða í atvinnuskyni á næsta ári,“ segir Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert