Bara matréttir frá EES-ríkjum á boðstólum?

Alltaf þegar stjórnvöld stíga inn í samfélagið veldur það einhverjum ruðningsáhrifum. Eftir stækkun EES komu ný aðildarríki inn á sameiginlegan vinnumarkað svæðisins og gekk það í gildi hér á landi 1. maí árið 2006.

Framboð á launafólki innan EES jókst verulega við að þessar þjóðir fengu atvinnu- og búseturétt meðal annars hér á landi. Og þar sem það hefur forgang, þá hefur það orðið til þess að fólk frá öðrum heimshlutum á erfiðara með að komast inn á vinnumarkaðinn.

Sumir vilja meina að íslenskt þjóðfélag verði fátækara fyrir vikið, fjölbreytni minni og menningin einsleitari. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, spyr: „Ekki viljum við til dæmis einskorða matarhefðirnar við EES?“

Í meðfylgjandi myndskeiði svarar Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss meðal annars þeirri spurningu og Pétur Blöndal veltir upp fleiri hliðum á breyttri stöðu á íslenskum vinnumarkaði í Morgunblaðinu á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert