Unnið að því að koma TF-Sif í land

Unnið er að björgun þyrlunnar TF-Sifjar sem nauðlenti í sjó við Straumsvík fyrr í kvöld, prammi með krana er væntanlegur á staðinn og verður þess í kjölfarið freistað að ná þyrlunni í land. Þyrlunni var nauðlent eftir að hún missti afl samkvæmt upplýsingum mbl.is og tókst lendingin vel. Flotholtum var skotið út til að halda þyrlunni á floti, það tókst ekki sem skyldi einhverra hluta vegna og hvolfdi þyrlunni.

Fjórir voru við æfingar með þyrlunni og komust þeir allir heilu og höldnu um borð í björgunarbátinn Einar J. Sigurjónsson.

Þyrlan kom til landsins árið 1985, hún hefur áður lent í óhappi en henni var nauðlent á Snæfellsnesi fyrir rúmum sex árum þegar hún skemmdist við það að fljúga á láréttan vindstrók.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert