Listaverki stolið úr Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Tveimur púðum hefur verið stolið af myndlistarsýningunni Maður með mönnum sem er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Púðarnir eru skreyttir myndum af stæltum karlmönnum að takast á og telur Jón Sigurpálsson, einn af forsvarsmönnum Myndlistarfélags Ísafjarðar, að einhverjir gestir Edinborgarhússins hafi hreinlega ekki ráðið sér fyrir kæti yfir stæltum líkömunum um helgina og því tekið púðana. Þetta kemur fram á vefnum Bæjarins besta.

„Ég er sannfærður um að sá sem á í hlut sé jafn viljugur að skila púðunum“, segir Jón. „Við lofum að vera blíð og góð og skilningsrík við þann sem hreifst svona af listaverkinu ef hann sér að sér og skilar púðunum,“ segir Jón í viðtali við Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert