Íslenskt bakarí komið í úrslit í keppni í Flórída

Hákon Már Örvarsson og félagar sem starfa í íslenska bakaríinu Bread'n Buns í Flórída í Bandaríkjunum eru komnir í úrslit í keppni sem ber heitið „Orlando's best local business“, sem TV Channel 2 stendur fyrir. Þetta kemur fram á fréttavefnum freisting.is, sem fjallar um mat og vín.

Kosið verður á netinu og eru landsmenn hvattir til þess að styðja við bakið á Hákoni og félögum.

Fram kemur að listinn yfir þau fyrirtæki sem hafa komist í úrslit sé gríðarstór, eða yfir 1.000 talsins. Skiptast þau í 90 flokka. Notendur geta kosið sitt uppáhalds fyrirtæki, en til þess þarf að fara á heimasíðu wesh.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert