Ekið á reiðhjólamann

Reiðhjólamaður varð fyrir fólksbifreið á Vesturlandsvegi við Keldnaholt um kl. 9 í dag. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var maðurinn fluttur slasaður á slysadeild sjúkrahússins í Fossvogi.

Að sögn lögreglu var maðurinn meðvitundarlaus þegar komið var að honum á slysstað en hann er hinsvegar sagður vera kominn til meðvitundar nú. Maðurinn er talin beinbrotinn auk þess sem hann hlaut höfuðáverka. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl mannsins eru.

Lögreglan segir að maðurinn hafi verið með hjálm og að það hafi án efa bjargað miklu, en hjálmurinn brotnaði í árekstrinum.

Orsök slyssins liggja ekki fyrir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert