Íslenskur hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita

Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við HR, og dr. Yngvi …
Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við HR, og dr. Yngvi Björnsson, dósent við HR.

Íslenskur hugbúnaður bar sigur úr býtum í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada en keppninni lauk í gær. Hugbúnaðurinn er frá Háskólanum í Reykjavík og bar hann sigur úr bítum í úrslitaleik við Kaliforníuháskóla (UCLA) sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum og í öðru sæti í fyrra.

Þetta er í fyrsta skipti sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í þessari keppni, en dr. Yngvi Björnsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við Háskólann í Reykjavík, hönnuðu leikinn. Úrslitakeppnin fór fram á AAAI ráðstefnunni sem er önnur tveggja stærstu og virtustu ráðstefna á sviði gervigreindar í heiminum. Undankeppnin, sem stóð yfir í 8 daga, fór fram í fyrra mánuði í Stanford háskólanum í Bandaríkjunum og þar bar íslenski hugbúnaðurinn einnig sigur úr býtum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert