Bótakerfi vinna hvert gegn öðru

Eftir Björgu Magnúsdóttir bjorg@bladid.net

Eldri borgarar, sem eiga verðmætar eignir, geta lent í því að ef þeir auka tekjur sínar í trausti þess að tryggingabætur þeirra skerðist ekki, tapi þeir afslætti af fasteignagjöldum, sem getur numið háum fjárhæðum. Mismunandi reglur gilda hjá sveitarfélögum um tekjutengdan afslátt lífeyrisþega af fasteignasköttum.

Ellilífeyrisþegi búsettur í Reykjavík, sem á fasteign að verðmæti 35 milljón króna og hækkar árstekjur sínar um 280.000 krónur, tapar helmings afslætti af fasteignagjöldum eða 57.750 krónum. Ef um hjón er að ræða með jafndýra eign sem hækka árstekjur sínar samanlagt um 312.000 krónur tapa þau sömu upphæð.

Ólafur Hannibalsson, blaðamaður og formaður Kjaranefndar félags eldri borgara, segir að eitt og annað þurfi að athuga í sambandi við bætur eldri borgara, þar sem bótakerfin eigi það til að vinna hvert gegn öðru. Hann nefnir sem dæmi að þegar ríkið framkvæmir vinnuhvetjandi aðgerðir fyrir aldraða, með 300.000 króna frítekjumarki, þá fari hækkandi launatekjur til dæmis að skerða afslætti af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjavík. "Bætur eiga það nefnilega til að fara í mótsögn hver við aðra og stangast á."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert