Segir Lyf og heilsu sauma að einyrkjum

Lyf og heilsa
Lyf og heilsa
Eftir Elías Jón Guðjónsson - elias@bladid.net

Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands á Akranesi, gerði verðkönnun á þremur vörum í verslun Lyfja og heilsu á Akranesi og Melhaga í Reykjavík og bar saman verð. Í ljós kom að verðið er mun lægra á Akranesi en í Reykjavík. Á Akranesi er lyfjaverslun Ólafs eini keppinauturinn en í Reykjavík standa Lyf og heilsa í samkeppni við mörg önnur apótek, meðal annars Lyfju, hinn risann á markaðnum. Ólafur spyr: „Af hverju er þessi samkeppni eingöngu þar sem um er að ræða einyrkja?"

Ólafur segir að hann hafi heyrt af því að Lyf og heilsa hefðu lækkað verðið á Akranesi eftir að hann opnaði sína verslun fyrir skömmu. "Ég gerði einfaldlega mann út af örkinni til þess að versla hjá þeim, bara til þess að gera könnun í lausasölunni á þessum þremur vörum. Á sama tíma sendi ég annan mann til að versla hjá þeim í Reykjavík," segir Ólafur. Hann segir mennina hafa farið á báða staðina eins og hverja aðra viðskiptavini, ekki með afsláttarkort eða annað.

"Þetta er niðurstaðan úr því. Ég geri ráð fyrir því að þeir geri þetta af samkeppnisástæðum, þeir séu einfaldlega að bregðast því að búið sé að opna annað apótek hér," segir Ólafur.

Ólafur segist spyrja sig af hverju þessi samkeppni sé eingöngu þar sem einyrkjar eru. „Maður myndi ætla að hatrammasta samkeppnin væri ekki við einyrkjana heldur hinn stóra aðilann á markaðnum," segir Ólafur en hann sendi inn formlega kvörtun til samkeppnisyfirvalda í gær vegna málsins.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert