Gömlu viðarhverfihurðinni í inngangi Hótel Borgar skipt út

Hurðin á Hótel Borg
Hurðin á Hótel Borg mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

Skipt hefur verið um hurð í aðalinngangi Hótel Borgar. Í stað gömlu viðarhverfihurðarinnar hefur verið komið upp nýrri hurð úr krómuðu stáli og gleri. Á næstu dögum verður síðan sett upp skyggni í stíl fyrir ofan nýju hurðina.

"Gamla hurðin hefur verið sett í geymslu, enda vissulega ágæt hurð og falleg," segir Aðalsteinn Karlsson, einn eigenda Hótel Borgar, í samtali við Morgunblaðið, og bendir á að gamla hurðin hafi ekki uppfyllt nútímakröfur um flóttaleið komi upp eldur í hótelinu og því hafi þótt ástæða til að skipta henni út. Aðra meginástæðu þess að eigendur völdu að skipta gömlu hurðinni út fyrir nýja segir Aðalsteinn vera þá að gestir komust ekki í gegnum gömlu hverfihurðina með töskur sínar. "Gestir þurftu þannig ýmist að fara inn um bakdyr eða hliðardyr og það var auðvitað mjög óskemmtilegt," segir Aðalsteinn og tekur fram að nýir hótelrekendur hafi gert kröfu um að skipt yrði um hurð til að auðvelda aðgengi gesta.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert