Skátarnir fljúga til Englands í dag

Frá svæðinu þar sem mótið er haldið
Frá svæðinu þar sem mótið er haldið

Vel á fimmta hundrað skáta halda til Englands á heimsmót með fjórum flugvélum í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel að sögn Braga Björnssonar aðstoðarskátahöfðingja, en unnið hefur verið að þessu í tvö ár. Þegar er tíu manna hópur kominn á mótsstað og hefur unnið að því undanfarna daga að taka margskonar vörur og búnað út úr tveimur stórum gámum sem sendir voru á undan með skipi. Segir Bragi þetta líklega stærstu hópferð Íslendinga út fyrir landsteinana á skipulagðan viðburð í sögunni.

Þjóðhöfðingjar boða komu sína

42.000 skátar verða á mótinu en Bragi segir að á þeim 10 dögum sem það stendur sé von á 80.000 gestum. Þar verða því yfir 50.000 manns á degi hverjum. Aðspurður hvort sú regla gildi þá um skáta að þar leynist ekki misjafn sauður í mörgu fé svarar hann: ,,Jú, en bara á jákvæðan hátt. Þarna verður fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum frá bæði ríkum og fátækum löndum. Ekki er gerður mannamunur og þarna mæta til dæmis skátar sem eru forstjórar stórfyrirtækja og gista í tjöldum allan tímann." Þá er von á allnokkrum þjóðhöfðingjum á heimsmótið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kemur þangað 4. ágúst og Karl Gústav Svíakonungur hefur einnig boðað komu sína auk furstans af Liechtenstein og hertogans af Lúxemborg.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert