12 þúsund ökutæki um Suðurlandsveg á einum sólarhring

mbl.is/Júlíus

Gríðarleg umferð hefur verið um vegi Árnessýslu um helgina. Til marks um það má nefna að síðasta sólarhring fóru um tólf þúsund ökutæki um Suðurlandsveg á milli Selfoss og Hveragerðis sem var um 1500 ökutækjum meira en fóru á sama tíma um tvöfalda Reykjanesbraut, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Selfossi.

Átt til tíu gaskútum var stolið úr geymslu við Olís í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag. Kútarnir voru allir fullir. Ekki er vitað hver var að verki en grunur er um að sá muni hafa ætlað að selja kútana á öðrum bensínstöðvum.

Síðdegis á laugardag varð það slys í Laugarási lítill sláttutraktor valt er maður var að slá með honum. Í veltunni fór annar þumalfingur mannsins í sláttuspaðann. Maðurinn var fluttur á slysadeild LSH í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans en hann mun hafa misst framan af fingrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert