Íslendingur valinn í úrvalslið Oxfordháskóla í róðri

Margrét sést hér (þriðja frá vinstri) æfa með róðraliði sínu.
Margrét sést hér (þriðja frá vinstri) æfa með róðraliði sínu.

Íslensk stúlka, Margrét Helga Ögmundsdóttir, sem er doktorsnemi í lífefnafræði við Oxfordháskóla, hefur verið valin í úrvalslið skólans aðeins hálfu ári eftir að hún hóf að æfa róður.

Róðrarlið Oxfordháskóla er eitt hið þekktasta í heimi og yfirleitt skipað landsliðsmönnum og Ólympíuförum, en 150 ára hefð er fyrir róðrarkeppni Oxford og Cambridge. Innan Oxford háskóla eru 39 garðar sem flestir hafa á að skipa eigin róðrarliðum, segir í tilkynningu frá frá Oxbridge, sem eru hollvinasamtökum Oxford- og Cambridge háskóla á Íslandi.

Þar segir ennfremur að Margrét Helga hafi unnið sér öruggt sæti í liði síns garðs, Christ Church, fljótlega eftir að hún hóf að æfa róður og eftir gott gengi með liðinu og undankeppni var Margrét valin til að æfa með úrvalsliði skólans tæpum sex mánuðum eftir að hún réri fyrst.

Unnusti Margrétar, Þorvarður Sveinsson, æfði á sínum tíma róður við Harvard-háskóla en að öðru leyti þekkti Margrét lítið til íþróttarinnar áður en hún hélt utan til Oxford. Margrét lauk prófi í líffræði frá Háskóla Íslands í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert