Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fulltrúi VG í utanríkismálanefnd, hefur sent formanni utanríkisnefndar bréf þar sem hann fer fram á fund í nefndinni svo fljótt sem við verður komið og verði utanríkisráðherra og helstu sérfræðingar utanríkisráðuneytisins kvaddir til fundarins.

 Á dagskrá fundarins verði staða öryggismála og þá sérstaklega nýtt hlutverk NATO í svokölluðum loftvörnum landsins, framtíðarrekstur ratsjárstöðvakerfisins og skuldbindingar og líklegur kostnaður Íslands þessu tengdur. Einnig verði á dagskrá fyrirhugaðar heræfingar nú í ágúst, tilhögun þeirra þ.m.t. umsókn um lágflugsheimildir, og einnig þær skuldbindingar og sá kostnaður sem stjórnvöld hafa undirgengist fyrir Íslands hönd vegna nefndra heræfinga.

Gerð verði grein fyrir fjárheimildum sem til stendur að nýta vegna ofangreindra útgjalda og einnig hvernig öllu undirbúnings- og ákvarðanatökuferli hefur verið háttað, að því er segir í bréfi Steingríms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert