Forsætisráðherra kynnti sér starfsemi Eimskips í Halifax í Kanada

mbl.is

Geir H. Haarde forsætisráðherra og föruneyti kom til St. John's á Nýfundnalandi í gær og mun eiga þar fundi með ýmsum ráðamönnum í dag. Í gær átti forsætisráðherra m.a. fund með borgarstjóra St. John's, Andy Wells.

Að fundinum loknum var haldið í stutta skoðunarferð upp á Signal Hill, en þaðan er fagurt útsýni yfir borgina og út yfir Atlantshafið. Hæð þessi er merkileg fyrir það að uppi á henni tók Marconi á móti fyrsta loftskeytinu sem barst yfir Atlantshafið.

Áður en haldið var til Nýfundnalands í gær heimsótti forsætisráðherra eina af kæli- og frystigeymslum Atlas Cold Storage í Halifax. Sem kunnugt er er Atlas Cold Storage í eigu Eimskips en félagið hefur lengi stundað siglingar milli Íslands og austurstrandar Kanada. Nýlega var tilkynnt um yfirtöku Eimskips á Versacold-kæli- og frystigeymslufyrirtækinu og er Eimskip nú orðið stærsta fyrirtæki í heimi á því sviði. Eimskip er með um 180 kæli- og frystigeymslur í fimm heimsálfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert