Hafnfirðingar lengur á leiðinni til vinnu en aðrir

Flestir fara einir á bíl til vinnu eða skóla, eða …
Flestir fara einir á bíl til vinnu eða skóla, eða 59%, og eru þeir að jafnaði 12 mínútur á leiðinni. mbl.is/ÞÖK

Það tekur íbúa Hafnarfjarðar lengri tíma en aðra að komast til vinnu eða skóla á morgnana, en ferðin tekur þá að jafnaði um 15 mínútur, eða einni mínútu lengur en það tekur íbúa Breiðholts. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.

Fram kemur að meðaltali taki ferðin frá heimili til vinnu eða skóla 11,6 mínútur.

Kópavogsbúar eru um 13 mínútur að komast til vinnu eða skóla á morgnana. Þeir sem eru búsettir í miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur eru 12 mínútur á leiðinni í vinnu eða skóla, sem er jafn langur tími og það tekur íbúa Árbæjar og Grafarvogs að komast leiðar sinnar. Íbúar í austurbæ Reykjavíkur og íbúar annarra sveitarfélaga eru fljótari en aðrir að fara frá heimili til vinnu eða að jafnaði um 10 mínútur.

Flestir ferðast á bíl - fæstir í strætó

Um 12% þeirra sem fara til vinnu eða skóla á morgnana fara fótgangandi og tekur það þá skemmri tíma en aðra sem eru á ferðinni á sama tíma að komast á leiðarenda. Það tekur þau 3% sem hjóla um 11 mínútur að komast í vinnu eða skóla. Flestir fara einir á bíl eða 59% og eru þeir að jafnaði 12 mínútur á leiðinni, eða jafn lengi og þau 19% sem ferðast með öðrum í bíl.

Aðeins 2% landsmanna ferðast með strætisvagni til vinnu eða skóla á morgnana og eru umtalsvert lengur á leiðinni, eða um 27 mínútur að jafnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert