Á sjöunda þúsund á landsmóti UMFÍ á Höfn

Frá setningu mótsins í gærkvöldi
Frá setningu mótsins í gærkvöldi

Tíunda unglingalandsmót UMFí var sett í gærkvöldi á Sindravelli á Höfn í Hornafirði að viðstöddu miklu fjölmenni. Um eitt þúsund keppendur taka þátt í mótinu en samkvæmt lögreglu eru um 6.000 manns á svæðinu. Lögregla segir að framkvæmd mótsins hafi gengið afar vel og gestir til fyrirmyndar.

Umferðin hefur að sögn lögreglu verið mjög mikil en gengið mjög vel fyrir sig. 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Höfn, og sá sem hraðast fór ók á 126 km.

Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, setti mótið með formlegum hætti. Auk hans fluttu ávörp Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Hjalti Vignisson, bæjarstjóri á Hornarfirði, og Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, var einnig viðstaddur setningarathöfnina og Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Keppendur, sem eru um eitt þúsund, gengu fylktu liði inn á völlinn í mildu veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert