Viti hreppti verðlaunin í sandkastalakeppni

Verðlaunavitinn verður til í Holtsfjöru.
Verðlaunavitinn verður til í Holtsfjöru. bb.is/Páll Önundarson

Myndarlegur viti hreppti gullverðlaunin í hinni árlegu sandkastalakeppni sem haldin var í fjörunni við Holt í Önundarfirði á laugardag. Vitinn þótti vera táknrænn og sérlega íslenskur og vel að fyrsta sætinu kominn. Keppendur voru um 300 talsins og létu hryssingslegt veður ekki á sig fá.

„Það er bara betra að byggja úr sandi þegar er raki“, segir Guðmundur Björgvinsson, forvígismaður keppninnar við fréttavefinn bb.is og bætir því við að keppnin hafi gengið ljómandi vel í ár, líkt og fyrri ár.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir frumleika og var það „kastali“ í líki i-pod.

Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert