Vilja setja heimsmet í hvísluleik

Systkinin Diljá og Örn Alexander Ámundabörn stefna að því að slá heimsmet í hvísluleik í garði Listasafns Einars Jónssonar við Skólavörðuholt á Menningarnótt. Þau vonast til að gestir Menningarnætur taki þátt í leiknum en vel yfir 1000 manns þarf til þess að fyrra met verði slegið.

Gildandi met var sett í Kína á síðasta ári þar sem 1082 hvíslarar létu orðið ganga alla leið.

Orðið fer af stað kl. 15 og er fólk hvatt til þess að mæta tímanlega. Í garðinum verður líf og fjör á meðan fólk er að koma sér fyrir.

Örn Ámundason er myndlistarmaður á leið í nám við Listaháskólann í Malmö. Diljá Ámundadóttir er nýútskrifuð úr skapandi verkefnastjórnun úr KaosPilot-skólanum í Árósum.

Fróðleikur um hvísluleik

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert