Beið í marga mánuði eftir tannviðgerð

Helena og Hanna Karen
Helena og Hanna Karen mbl.is/Eggert
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net

Átta ára fjölfötluð stúlka, Hanna Karen Ericson, fékk holu í tönn í desemberbyrjun í fyrra og var orðin það sárkvalin af verk í mars að hún var hætt að borða. Hún fékk ekki tannviðgerð fyrr en í aprílbyrjun. Litla stúlkan fékk ekki boð um komutíma frá Barnaspítala Hringsins, þar sem hún var á biðlista vegna tannviðgerðar, fyrr en um miðjan maí. Í millitíðinni hafði barnatannlæknir í borginni hliðrað til á stofunni hjá sér og svæfingalæknir frestað fríi sínu til að hægt væri að lina kvalir barnsins og gera við tönnina.

„Ég fór í desember með dóttur mína til tannlæknis sem sér um tannviðgerðir á Barnaspítalanum. Hann kvaðst þá ætla að setja dóttur mína á biðlista. Þegar hún var orðin verulega þjáð í mars fórum við aftur til hans og þá rétti hann mér lyfseðil upp á verkjalyf og penisilín og sagði okkur að fara heim og bíða. Hann sagði að komin væri ígerð í tönnina og að lyfin ættu að hjálpa. Það gerðu þau ekki. Fullorðnir vita að verkjatöflur virka ekki gegn tannverk. Í marslok var dóttir mín orðin viðþolslaus af verk og hún hafði ekkert borðað í tvær vikur áður en gert var við tönnina 2. apríl síðastliðinn. Hún var líka hætt að drekka," segir Helena Sif Ericson, móðir Hönnu litlu.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert