Samþykkt í leikskólaráði að greiða leikskólakennurum tímabundin viðbótarlaun

Mikil mannekla er á leikskólum Reykjavíkurborgar
Mikil mannekla er á leikskólum Reykjavíkurborgar mbl.is/Ásdís

Samþykkt var samhljóða í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í dag tillaga Vinstri grænna um að grípa til aðgerða vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Nýtt verður heimild til greiðslu viðbótarlauna.

Fulltrúi Vinstri grænna í leikskólaráði lagði til að gripið verði til aðgerða og brugðist við því ástandi sem skapast hefur í leikskólum Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Leita þarf leiða til að fá leikskólakennara til starfa og tryggja þar með faglegt starf leikskólanna. Reykjavíkurborgar. Því er lagt til að nýtt verði heimild til tímabundinna viðbótarlauna, að því er segir í tilkynningu frá Vinstri grænum.

Greinargerð

„Tímabundin viðbótarlaun (svokallaðar TV-einingar) eru farvegur fyrir greiðslur til leikskólakennara vegna ýmissa aðstæðna t.d. markaðs- og samkeppnisaðstæðna. Með því að nýta þessa heimild í kjarasamningnum getur Reykjavíkurborg lagt sitt af mörkum til standa vörð um og efla enn frekar það faglega starf sem unnið er í leikskólum Reykjavíkurborgar en eitt af brýnustu verkefnum borgaryfirvalda er að tryggja öflugt og faglegt skólaumhverfi allra barna á leikskólaaldri."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert