Sýning á verkum Sigurgeirs Jónassonar í salarkynnum Toyota í Kópavogi

Sýning verður á verkum Sigurgeirs ljósmyndara hjá Toyota um helgina
Sýning verður á verkum Sigurgeirs ljósmyndara hjá Toyota um helgina mbl.is/Sigurgeir

Á laugardag opnar sýning á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar í sýningarsal Toyota í Kópavogi. Í tilefni þess býðst íbúum höfuðborgarsvæðisins að upplifa sanna Eyjastemmningu frá kl. 12-16 með ósviknum Vestmannaeyja-veitingum og verður meðal annars boðið upp á reyktan lunda, að því er segir í tilkynningu.

„Sigurgeir Jónasson hefur stundað ljósmyndun í Vestmannaeyjum í meira en hálfa öld en fyrstu myndir hans birtust í fjölmiðlum þegar hann var aðeins 13 ára. Sigurgeir hefur alla tíð haft sérstakan áhuga á fegurð Vestmannaeyja, dýra- og fuglalífi þeirra og fjölbreytilegu mannlífi. Í safni hans er gríðarlegur fjöldi ljósmynda af einstökum listaverkum náttúrunnar og hefur Sigurgeir náð að festa á mynd ótrúlega skúlptúra og form, sem almenningi yfirsést í daglegri umgengni við umhverfi sitt," samkvæmt tilkynningu.

Lundi
Lundi mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert