Ákvörðun tekin um stofnun Listmenntaskóla Íslands tekin á næsta ári

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is

Ákvörðun verður tekin í apríl á næsta ári um stofnun Listmenntaskóla Íslands en eins og fram hefur komiið flytur Háskólinn í Reykjavík úr húsnæði sínu við Ofanleiti 3 haustið 2010. Hefur verið ákveðið að stofna þar listmennaskóla og stýrir Sölvi Sveinsson undirbúningi að stofnun skólans.

Í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands kemur fram að SVÍV, sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun, fól skólanefnd Verzlunarskóla Íslands að stofna þar skóla á framhaldsskólastigi.

„Niðurstaðan er að stofna Listmenntaskóla Íslands, öflugan skóla þar sem saman fer fjölbreytt nám í listum á framhaldsskóla- og fagháskólastigi, og metnaðarfullt og kröfuríkt bóknám til stúdentsprófs, að hluta til í samvinnu við Verzlunarskóla Íslands. Í sumar var frá því gengið að Sölvi Sveinsson skólastjóri VÍ léti af því starfi en tæki að sér að stýra undirbúningi að stofnun hins nýja skóla. Auk þess hefur Elfa Hrönn Guðmundsdóttir rekstrarhagfræðingur verið ráðinn til þess að gera ítarlega þarfagreiningu og kostnaðaráætlun fyrir skólann," samkvæmt tilkynningu.

Viðskiptaráð hefur nú skipað starfshóp til að vinna með þeim að málinu og í honum eru Bryndís Hrafnkelsdóttir formaður skólanefndar VÍ, Ingi Ólafsson skólastjóri VÍ, Haraldur Ingi Birgisson lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Kristín B. Björgvinsdóttir hönnuður, Kristján Jónsson myndlistamaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, María Ellingsen leikkona, Ingibjörg Pálmadóttir arkitekt og Árni Heimir Ingólfsson dósent í Listaháskóla Íslands.

Hópurinn mun hittast reglulega til að leggja línur fyrir Listmenntaskólann og framundan eru viðræður við menntamálaráðuneyti og sveitarfélög, forstöðumenn og stjórnir listaskóla í borginni og ýmsa þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta. Stefnt er að því að taka ákvörðun um skólastofnunina í apríl 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert