Nótt menningarvitans og allra hinna

Menningarnótt er sá dagur á árinu sem listamenn landsins, ungir og aldnir, sýna listir sínar í miðbæ Reykjavíkur fyrir höfuðborgarbúum. Ekki síður er dagurinn til þess fallinn að sýna sig og sjá aðra.

Ungir og upprennandi listamenn fá styrk frá Reykjavíkurborg til þess að sýna list sína. Hljómsveitir fá tækifæri til að láta í sér heyra þennan dag, hvort sem það er lítilli knæpu, úti á götu eða á stórtónleikum á Miklatúni.

Ekki síður fá miðbæjarrottur og fyrirtæki miðbæjarins að láta ljós sitt skína. Mörg fyrirtæki bjóða gestum og gangandi að kíkja við og njóta menningar og ef til vill veitinga. Íbúar á svæðinu bjóða svo heim í standandi vöffluveislu.

Sprengjuhöllin var við upptökur á nýrri plötu, sem kemur út í október, í Gróðurhúsinu í Breiðholti. Þar leyfði hún fréttamanni mbl.is að heyra nýtt lag Flogin er Finka. Sveitin spilar klukkan 20:00 á stórtónleikum Rásar 2 og Landsbankans á Miklatúni og síðar um kvöldið á öldurhúsinu Sirkus.

Hildur Steinþórsdóttir, arkitektanemi og listakona, endurgerir listaverk sem hún sýndi í Köln í Þýskalandi fyrr á árinu og staðhæfir fyrir íslenskar aðstæður. Um ræðir gám við niðri við tjörnina þar sem listakonan túlkar ljós og endurskin

Unifem býður gestum og gangandi á miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugarvegi 42. Þar er gestum boðið að skoða framandi kvennaslóðir Langtíburtistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert