Ljúf stemmning í miðbæ Reykjavíkur

Frá Miklatúni í dag.
Frá Miklatúni í dag. mbl.is/Júlíus

Ljúf stemmning svífur yfir vötnum í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir fjölmenni. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, segist aldrei áður hafa upplifað jafn vandræðalausa Menningarnótt.

Sif segist hafa komið við á mörgum stöðum í dag og alls staðar sé sömu ljúfu stemmninguna að finna. Veðrið leikur við bæjargesti og kemur þeim í gott skap.

„Þetta er í fimmta sinn sem ég kem að skipulagningu Menningarnætur og síminn minn hefur aldrei verið jafn hljóðlátur. Hann hringir bara ef það er kvartað og ef það vantar eitthvað, svo það er góðs viti ef hann hringir ekki.“

Á Miklatúni hófust tónleikar klukkan 16 í dag. Milli klukkan 18 og 20 verður gert hlé og síðan haldið áfram fram á kvöld. Á Miklatúni ríkir sama stemmning og í bænum. Þar hefur fólk komið sér fyrir með sólstóla, teppi og kælibox til þess að njóta tónlistarinnar. Um klukkan hálf fimm í dag voru um 1.500 manns á túninu og fólk streymdi að úr öllum áttum.

Fleiri myndir af Menningarnótt má sjá á Fólkvef mbl.is.

Börn í danskennslu.
Börn í danskennslu. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert