Leiðbeiningar um ferðir barna til og frá skóla

Slysavarnafélagið Landsbjörg tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn skólabarna um hvernig best sé að undirbúa þau fyrir þátttöku í umferðinni. Með þessu vonast félagið til að hægt sé að koma í veg fyrir slys á skólabörnum í umferðinni eftir að grunnskólar taka til starfa síðar í þessari viku.

Slysavarnafélagið Landsbjörg segir að mikilvægt sé að huga að öryggi barna á leið í skóla, sérstaklega þeirra sem yngri eru og aldrei sé of mikið gert af því að fræða yngstu vegfarendurna um hvernig öryggi þeirra sé best tryggt á leið þeirra til skóla.

Félagið segir að með markvissum aðgerðum, svo sem lækkun hámarkshraða í íbúðarhverfum og aukinni fræðslu, hafi tekist að fækka umferðaslysum á börnum á undanförnum árum.

Leiðbeiningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert