Vilja að Reykjavikurborg kaupi Laugaveg 4-6

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. mbl.is/Ásdís

Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að fela borgarstjóra að leita leiða til þess að borgin festi kaup á húsunum við Laugaveg 4-6 í því skyni að varðveita þau í því sem næst upprunalegri mynd.

Í greinargerð með tillögunni segir, að mikil umræða hafi farið fram um húsvernd síðustu misseri og auk þess hafi verið samþykkt að hefja sérstaka vinnu við nýja húsverndaráætlun í tengslum við nýtt aðalskipulag. Borgin myndi fjármagna uppbyggingu húsanna í þágu sögu og samhengis á þessum mikilvæga stað í borginni og jafnvel hækka húsin eða lengja þau, þó þannig að sögunni sé sómi sýndur. Borgin myndi að því loknu selja húsin á frjálsum markaði aðilum sem gæði húsin lífi með einhvers konar miðborgarrekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert